Skip to content

Íþróttaafrek

Eftir margra ára fjarveru var Hlíðaskóli loksins með í skólahreysti. Lið skólans saman stóð af fjórum keppendum og tveimur varamönnum, sem öll eru í 9. og 10. bekk. Keppnin var haldin 3. maí og stóðu krakkarnir sig afar vel, lentu í 3. – 4. sæti í sínum riðli. Einnig þótti Hlíðaskóli vera með mjög gott stuðningslið.

Handknattleikssamband Íslands stóð fyrir grunnskólamóti í vor. Var mótið fyrir nemendur í 5. og 6. bekk. Leikið var í karla- og kvennaflokki. Hlíðaskóladrengir í 5. bekk gerðu sér lítið fyrir og urðu  Reykjavíkurmeistarar í handbolta.