Skip to content

Leiðsagnarnám

Leiðsagnarnám

Hlíðaskóli vinnur eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms og hefur það að leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Hlíðaskóli er þekkingarskóli í leiðsagnarnámi, ásamt fimm öðrum skólum í Reykjavík, Borgaskóla, Dalskóla, Engjaskóla, Hamraskóla og Víkurskóla. Hlutverk þekkingarskóla er, ásamt því að styrkja og hlú stöðugt að leiðsagnarnámi innan eigin skóla, að aðstoða aðra skóla og kennara þeirra við að innleiða aðferðir og amboð leiðsagnarnáms.

Tilgangur leiðsagnarnáms er að valdefla nemendur, svo þeir verði færir um að taka ábyrgð á eigin námi.

Leiðsagnarnám byggir á fimm stoðum sem saman leiða að jákvæðari námsmenningu þar sem mistök eru nýtt til framfara, markmið og viðmið að settu marki eru skýr og skipulag byggir á samræðum þar sem nemendur fá tækifæri til þess að tjá sig um námsefnið. Saman gegna þessar aðferðir því hlutverki að valdefla nemendur og gera þá virkari og ábyrgari í eigin námi.

Leiðsagnarnám í Hlíðaskóla