Skip to content

Loftslagsþing Reykjavíkurborgar

Í dag sátu fulltrúar Hlíðaskóla loftslangsþing grunnskóla Reykjavíkur sem haldið var í samvinnu við landvernd og Klappir.

Á þinginu fengu nemendur fræðslu ásamt því að ræða við nemendur í öðrum skólum og útbjuggu þeir drög að því hvernig skólinn gæti staðið sig betur í umhverfismálum.

 

Unnið var út frá markmiðum grænfánans https://landvernd.is/markmidasetning-i-skolum-a-graenni-grein/ og mun skólinn nýta sér þessa vinnu.

 

Krakkarnir sem tóku þátt voru sjálfboðaliðar úr 10. bekk, þau Valgerður, Selma, Þórður og Ibrahim ásamt náttúrufræðikennara sínum, Helgu Snæbjörnsdóttur.

Þau stóðu sig einstaklega vel og komu sínum sjónarmiðum vel og skipulega á framfæri.