Skip to content

Metnaður í mötuneytinu

Þar sem að metnaður okkar hér í Hlíðaskóla er á háu stigi, höfum við ákveðið að láta á það reyna að bjóða upp á heita máltíð, og virða í leiðinni allar sóttvarnarreglur sem gilda á hverjum tíma. Þetta krefst góðs skipulags, og að allir starfsmenn séu saman í liði til að láta þetta ganga upp. Við viljum að nemendum okkar líði sem best yfir daginn á þessum erfiðu tímum. Húrra fyrir Guðna kokki og öllum hinum sem hafa snúið bökum saman.