Myndlist í Hlíðaskóla
Í myndmennt hefur 3. bekkur verið að læra um heita og kalda liti og æfa sig í að teikna fugla. Nemendur í 4. bekk lærðu um hlutföll í andliti og gerðu myndir með blandaðri tækni – límdu pappírsmiða úr gömlum bókum í grunninn og máluðu svo andlit með akríllitum. Einnig hefur 4. bekkur unnið víkingamyndir sem er samþætting við bekkjarefni.
mikil vinna og eljusemi að baki hjá nemendum