Skip to content

Næsta vika í Hlíðaskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Við minnum á starfs- og foreldradagana í næstu viku:

Þriðjudaginn 16.2 : Starfsdagur kennara 

Miðvikudag (öskudagur) 17.2: Skertur skóladagur og foreldraviðtöl
(Nemendur fara heim kl. 12.20) 

Fimmtudag  18.2: Foreldraviðtöl 

Á öskudag lýkur skóladeginum kl. 12.20 og fara nemendur þá heim.

Mötuneytið verður þá opið fyrir þá nemendur sem eiga eftir að borða og óska þess. Skóladagvistin opnar á hefðbundnum tíma kl. 13.40 fyrir þá nemendur sem þar eru og munu almennir starfsmenn skólans sjá um gæslu þeirra nemenda sem þar eru skráðir.
Aðrir fara heim.

Allt val í unglingadeild fellur niður ásamt sundi þennan dag.