Listasmiðja

Um Listasmiðju

List- og verkgreinar skólans utan tvær eru kenndar í lotum, sem hver um sig stendur yfir í 6 - 7 vikur og inniheldur hver lota eina grein. Hver árgangur er blandaður milli bekkja og skipt upp í 5 hópa af handahófi. Lotugreinarnar eru hönnun og smíði, leiklist, myndlist, textílmennt og heimilisfræði og eru þær kenndar á sama tíma dags í hverjum árgangi. Tónmennt og dans eru þó utan lotukerfisins og eru þær greinar kenndar allan veturinn.
Allar greinar innan Listasmiðju hafa sama tímamagn og sama vægi.

7 tímar á viku í List- og verkgreinum
2. bekkur
3. bekkur
4. bekkur
5. bekkur
6. bekkur
7. bekkur
8. bekkur
4 tímar í Listasmiðju + 1 tími dans + 2 tímar tónmennt = 7 tímar


9. og 10. bekkir fá allar list- og verkgreinar í vali.


 

Hringurinn er árgangurinn

 

Hver árgangur er settur í hringinn og honum skipt upp í 5 hópa af handahófi.
Hóparnir hafa töluna 1 - 5.
Hver reitur í hringnum er fyrir eina list- og verkgrein.
Ef við fylgjum t.d. hópi 1 í 6. bekk sjáum við að hann byrjar í heimilisfræði þar er hann í 6-7 vikur, tvisvar sinnum í viku, tvær kennslustundir. Þegar því námskeiði líkur fer hópurinn  í hönnun og smíði í 6 vikur og þannig koll af kolli þar til hringurinn lokast. Þá er skólaárinu lokið.

Prenta | Netfang