Skólasöngur Hlíðaskóla

Lag: Fyrr var oft í koti kátt
Texti: Benedikt Jóhannsson


Í Hlíðaskóla viljum við

vinsemd sýna´ og kæti.

Við erum ábyrgt lukkulið

og líðum ekki læti.

Hér við virðum alla jafnt

enginn orðum hreytir.

Ólíkt útlit, litarhaft

engu um það breytir.

 

Prenta | Netfang