Námsveggir í Hlíðaskóla
Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms. Hluti af þeirri hugmyndafræði er að gera nemendur sjálfstæðari í námi sínu og vinnu. Því er meðal annars náð fram með því að nemandinn veit til hvers er ætlast af honum, hann veit hvað hann er að læra og markmiðin eru sýnileg.
Námsveggir sinna því hlutverki að gera fyrirmæli, markmið og áhersluatriði sýnileg nemendum öllum stundum. Veggirnir eru í mismunandi litum og á hver námsgrein sinn lit.
Veggirnir eru komnir upp í eina kennslustofu í unglingadeildinni og stefnt er að því að setja upp námsveggi í allar unglingadeildarstofur í vetur.
Reynslan af námsveggjunum verður svo metin í vor og framhaldið ákveðið í samræmi við það mat.
Hér er einnig hlekkur á myndband þar sem Helga Snæbjörnsdóttir unglingadeildarkennari og Steingrímur Sigurðarson miðstigskennari fara yfir notkun veggjanna.
https://vimeo.com/499992831?fbclid=IwAR3XlwrnHtlc4lLm6FUuc-GLUXHsyYIF5ZUpr1D8PX0UV-1kIHRvxE3bNG4