Skip to content

Frístundaheimilið Eldflaugin

Eldflaugin er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Hlíðaskóla eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:40-17:00. 1. og 2. bekkur hefur aðstöðu inni í Hlíðaskóla og 3.-4. bekkur er í færanlegum kennslustofum á skólalóð skólans.

Sækja þarf um frístundavist fyrir hvert skólaár. Skráning fyrir næsta skólaár hefst í febrúar hvers árs. Skráning í sumarfrístund hefst eftir sumardaginn fyrsta hvert ár og er auglýst sérstaklega.

Forstöðukona:
Unnur Tómasdóttir, sími 411-5561, netfang: unnur.tomasdottir@rvkfri.is.

Aðstoðarforstöðukonur:
Iða Þorradóttir, netfang: ida.thorradottir@rvkfri.is

Klara Dröfn Tómasdóttir, netfang: klara.drofntomasdottir@rvkfri.is

 

Eldflaugin is an organized after school program for kids in 1st to 4th grade in Hlíðaskóli which begins at the end of a regular school day at 13:40 and ends at 17:00.  1st and 2nd grade are housed inside the school but 3rd and 4th grade uses outdoor classrooms on the school yard.

Head of Eldflaugin is Unnur Tómasdóttir

Heimasíða Eldflaugarinnar

 

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Hlíðaskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hlíðaskóla.

Forstöðumaður:
Gunnlaugur Víðir Guðmundsson sími 6955215, netfang: gunnlaugur@rvkfri.is

Aðstoðarforstöðukona:
Anna Margrét Káradóttir, netfang: annamagga@rvkfri.is

Heimasíða Gleðibankans