Skip to content

Nemendaráð Hlíðaskóla

Almennar upplýsingar

Nemendaráð  

Nemendaráð starfar í þágu barna- og unglinga 1.–10. bekk í Hlíðaskóla og því er mikilvægt að þeir sem taka að sér embætti í nemendaráði séu meðvitaðir um það hlutverk og þær skyldur sem þeir gegna. Nemendaráð er skipað af einum nemandi úr hverjum bekk, frá 7. – 10. bekk,  og einn til vara.

Hlutverk, viðmið og gildi: 

Allir meðlimir nemendaráðs hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og þau helstu eru;

 • fulltrúar nemendaráðs skulu vinna að hagsmuna- og velferðarmálum allra nemenda
 • vera fyrirmynd í orði og gjörðum innan skólans sem utan
 • útbúa starfsáætlun nemendaráðs
 • vera talsmaður nemenda og koma hugmyndum og ábendingum þeirra áleiðis inn á borð nemendaráðs
 • nemendaráðsfulltrúar beri upp erindi til umfjöllunar á fundum ráðsins. Bregðast skal við og skrá öll þau mál sem borin eru upp af fundarmönnum
 • hvetja aðra nemendur til þátttöku í starfi skólans og félagstarfi með jákvæðu umtali
 • hlusta á hugmyndir frá öðrum nemendum, vera skapandi og stuðla þannig að því að allir nemendur upplifi sig sem hluta af heildinni
 • skipuleggja og mæta á nemendaráðsfundi og taka virkan þátt í umræðum og verkefnum á fundunum
 • koma að undirbúningi og útfærslu viðburða og hjálpa starfsfólki við frágang að viðburðum loknum

  Ritari skal ávallt skrá niður í sérstaka fundagerðarbók það sem fram fer á fundum ráðsins.

  Nemendaráð starfar undir leiðsögn deildarstjóra.

  Ætlast er til að þeir sem sitja í nemendaráði séu til fyrirmyndar fyrir aðra nemendur og fari í einu og öllu að reglum skólans.
  Meti stjórnendur skólans svo að nemendaráðsmaður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans er viðkomandi áminntur eða látin víkja úr ráðinu svo hægt sé að hleypa öðrum áhugasömum að. Þó er umsvifalaust brottrekstrarsök gerist nemendaráðsmaður uppvís að broti á landslögum, reglum skólans eða félagsmiðstöðvarinnar, en þess þó gætt að andmælaréttur þeirra sé virtur.