Nemendur mæla með bókum
Nemandi í 10. bekk mælir með verðlaunabókinni Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur. Bókin er „fræðandi um trans og líka spennusaga.“
Dulmálsmeistarinn – Will Wenton nr.1 eftir Bobbie Peers er spennandi bók sem nemandi í 9. bekk mælir með: „ Það er drama í henni og ekkert er fyrirsjáanlegt. Blanda af Harry Potter og einhverju öðru.”
Vel læs nemandi í 2. bekk mælir með bókunum um Skúla skelfi: „Þær eru skemmtilegar og það eru nokkrar sögur í hverri bók.”
Áhugasamur nemandi í 2. bekk nefnir Randver kjaftar frá – geggjað ævintýri eftir Jeff Kinney þegar hann var spurður: „Bókin er svo fyndin, skemmtileg og kom á óvart og stóri bróðir minn er búinn að lesa hana.”