Skip to content

Nemendur mæla með bókum

Nemendur Hlíðaskóla mæla með bókum á skólasafninu

 

Nemandi í 6. bekk mælir með bókaflokknum Villinorn eftir Lene Kaaberbøl. „Bækurnar eru hrollvekjandi, gaman að lesa þær og það eru mörg ný orð í þeim. Engar myndir“.

 

Nemandi í 6. bekk mælir með bókum eftir Gunnar Helgason. „Það er alltaf eitthvað að gerast í þeim og maður fær ekki leið á þeim“.

 

Nemandi í 3. bekk mælir með bókunum um Binnu B. Bjarna og Heyrðu Jónsa!. „Þær eru léttar, þú getur lesið þær aftur og aftur. Þú getur æft þig í lestri. Það er skemmtilegt að lesa þær“.

 

Nemendur í 8. bekk mæla með Núll núll 9 og Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. „Bækurnar eru spennandi, mikið að gerast og smá ást“.

 

Nemandi í 8. bekk mælir með Bókasafni ömmu Huldar eftir Þórarinn Leifsson. „Hún er skemmtileg, grípandi og dularfull“.