Skip to content

Nýr hnappur – „Tilkynna einelti“

Á heimasíðu skólans er nú komin nýr hnappur sem heitir: Tilkynning um einelti

Bak við hann er form sem býður upp á tilkynningar ef grunur er um einelti hvort sem er í skólanum, frístundinni eða félagsmiðstöðinni.

Mikilvægt er að allir láti vita ef minnsti grunur vaknar um einelti hvort sem það eru nemendur, starfsmenn eða foreldrar sem eiga hlut að máli.

Eineltisteymi starfar við skólann og fundar það vikulega. Þar er farið yfir tilkynningar sem hafa borist í vikunni, þær metnar og brugðist við eftir því sem við á.

Í eineltisteymi Hlíðaskóla sitja: Aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi, deildarstjóri unglingadeildar og deildarstjóri mið- og yngsta stigs.