Öskudagur í Hlíðaskóla
Í dag var mikið stuð og stemming þegar nemendur skólans fögnuðu öskudeginum.
Að venju var skóladagurinn brotin upp og mættu flestir í búningum bæði nemendur og kennarar. Boðið var upp á hinar ýmsu stöðvar til að heimsækja. Spákonur voru á staðnum sem gáfu nemendum góð ráð fyrir framtíðina, kókoskúlur voru matreiddar, öskupokar saumaðir, dansað var af miklum móð í samkomusalnum og íþróttasinnaðir skemmtu sér í íþróttahúsinu. Spila og skákstöðvar voru opnar, sungið og slakað á, Bingó var spilað og nemendur sem þess óskuðu fengu andlitsmálningu. Þetta er aðeins brot af því sem boðið var upp á og fóru nemendur sáttir og glaðir heim.