Öskudagur í Hlíðaskóla
Öskudagurinn var furðufatadagur í Hlíðaskóla. Stundaskrá var brotin upp og nemendur gátu valið um ýmsar stöðvar sem voru í boði. Meðal þess sem boðið var upp á var kókoskúlugerð, andlitsmálning, spákona, dans, bingó, söngur og margt fleira. Nemendur skemmtu sér vel og voru margar furðuverur á ferðinni.