Öskudagur
Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur og þá verður furðufatadagur í Hlíðaskóla. Þessi dagur er skertur dagur. Nemendur mæta klukkan 8:30 og fara heim eða í Eldflaug að hádegismatnum loknum. Stundaskráin verður brotin upp þennan dag. Boðið verður upp á stöðvar sem þeir hafa áhuga á að heimsækja.
Þennan dag mega nemendur mæta með sparinesti.