Skip to content

Pangea stærðfræðikeppni

Úrslit Pangea stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í dag. Sökum Covid19 var keppnin haldin í skólunum, en keppendur hittust ekki í MH eins og undanafarin ár.

Hlíðaskóli átti fjóra keppendur í úrslitunum, þau Róbert Dennis Solomon 10. MS, Öglu Elínu Davíðsdóttur 10. MS, Valgerði Birnu Magnúsdóttur 9. SH og Hannes Helga Sigurðsson 9. SH.

Keppendurnir komu sér fyrir í fundarherbergi skólans og fengu klukkustund til að leysa stærðfræðiþrautirnar.

Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og erum við óskaplega stolt af þeim.