Skip to content

Rithöfundaheimsókn í skólalok

Gunnar Helgason rithöfundur kom, sá og sigraði þegar hann kom  að kynna nýútkomna bók sína Barist í Barcelona nemendum frá 5.bekk upp í 8.bekk. Þetta er fimmta bókin í seríunni Fótboltasagan mikla en áður hafa komið út, Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. Þessar bækur höfða jafnt til stelpna sem stráka og njóta mikilla vinsælda á safninu.