Skip to content

Rithöfundar á bókasafni

Nú er skemmtilegur tími á skólasafninu þegar rithöfundar koma og kynna nýju bækurnar sínar.

Árni Árnason kom og kynnti bókina, Friðbergur forseti, fyrir nemendum í 6. bekkjar. Spennandi bók um krakka sem þora að berjast gegn ranglæti.

Rithöfundurinn Benný Ísleifsdóttir kynnti nýju bókina sína Álfarannsóknina  fyrir nemendum í 3. og 4. bekk. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Jólasveinarannsóknin sem kom út í fyrra. Þetta eru skemmtilegar bækur fyrir þá sem hafa gaman af dularfullum atburðum.