Samræmd könnunarpróf vor 2022
Vegna fyrirlagnar samræmdra könnunarprófa vorið 2022.
Gert er ráð fyrir að próf fyrir 4., 7. og 9. bekk verði haldin í mars 2022 og að þau verði lögð fyrir á pappír.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið ákvað að fresta fyrirlögn prófa í 4. og 7. bekk haustið 2021 og færa þau yfir á vorið 2022. Nú er verið að vinna stefnumótun og útfærslu á samræmdum könnunarprófum í samráði við skólasamfélagið.
Ráðuneytið hefur skipað ráðgjafarnefnd, þar sem m.a. eiga sæti fulltrúar kennara, skólastjórnenda, nemenda og fleiri aðila. Sjá tilkynningu ráðuneytisins hér: Stjórnarráðið | Nýtt samræmt námsmat í þróun (stjornarradid.is)
Þannig er áætlað að prófin í 4., 7. og 9. bekk fari fram í mars árið 2022.
Dagsetningar prófanna í 4. og 7. bekk hafa ekki verið ákveðnar endanlega og má gera ráð fyrir að þau verði á tímabilinu frá 7. til 25. mars 2022.
Dagsetningar prófanna í 9. bekk eru 8. mars (íslenska), 9. mars (stærðfræði) og 10. mars (enska).
Endurtekið er að nú er samráðsferli við skólasamfélagið í gangi og mögulegt að nýjar ákvarðanir verði teknar á næstu mánuðum, sem leiði til þess að fyrirlögn prófanna breytist.
Dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2021 – 2022
Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk
Ákveðið hefur verið að samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir 4. og 7. bekk í haust.
Samræmd könnunarpróf í 9. bekk
Vikudagur | Dagsetning | Bekkur | Námsgrein |
Þriðjudagur | 8. mars 2022 | 9. bekkur | íslenska |
Miðvikudagur | 9. mars 2022 | 9. bekkur | stærðfræði |
Fimmtudagur | 10. mars 2022 | 9. bekkur | enska |
Varaprófdagar fyrir 9. bekk eru 15. og 16. mars 2022.