Skip to content

Samræmd könnunarpróf vor 2022

Vegna fyrirlagnar samræmdra könnunarprófa vorið 2022.

Gert er ráð fyrir að próf fyrir 4., 7. og 9. bekk verði haldin í mars 2022 og að þau verði lögð fyrir á pappír.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ákvað að fresta fyrirlögn prófa í 4. og 7. bekk haustið 2021 og færa þau yfir á vorið 2022. Nú er verið að vinna stefnumótun og útfærslu á samræmdum könnunarprófum í samráði við skólasamfélagið.

Ráðuneytið hefur skipað ráðgjafarnefnd, þar sem m.a. eiga sæti fulltrúar kennara, skólastjórnenda, nemenda og fleiri aðila. Sjá tilkynningu ráðuneytisins hér: Stjórnarráðið | Nýtt samræmt námsmat í þróun (stjornarradid.is)

Þannig er áætlað að prófin í 4., 7. og 9. bekk fari fram í mars árið 2022.

Dagsetningar prófanna í 4. og 7. bekk hafa ekki verið ákveðnar endanlega og má gera ráð fyrir að þau verði á tímabilinu frá 7. til 25. mars 2022.

Dagsetningar prófanna í 9. bekk eru 8. mars (íslenska), 9. mars (stærðfræði) og 10. mars (enska).

Endurtekið er að nú er samráðsferli við skólasamfélagið í gangi og mögulegt að nýjar ákvarðanir verði teknar á næstu mánuðum, sem leiði til þess að fyrirlögn prófanna breytist.

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2021 – 2022 

Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk

Ákveðið hefur verið að samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir 4. og 7. bekk í haust.

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk

Vikudagur Dagsetning Bekkur Námsgrein
Þriðjudagur 8. mars 2022 9. bekkur íslenska
Miðvikudagur 9. mars 2022 9. bekkur stærðfræði
Fimmtudagur 10. mars 2022 9. bekkur enska

Varaprófdagar fyrir 9. bekk eru 15. og 16. mars 2022.