Skip to content

Skákfréttir

Skáksveitir Hlíðaskóla stóðu sig frábærlega á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem fram fór á dögunum. Stúlknasveit skólans gerði sér lítið fyrir og sigraði í stúlknaflokki, fékk 13,5 vinning, og þar með titilinn Reykjavíkurmeistarar stúlknasveita. Drengjasveit Hlíðaskóla stóð sig einnig vel og endaði í 3. sæti mótsins með 16,5 vinning. Þeir sem tefldu á mótinu fyrir hönd Hlíðaskóla voru Sóley Birna, Helga Ngo, Una Karítas, Freyja D og Urður Ylfa í stúlknaflokki og Haukur, Hjörtur, Snorri, Birnir Axel, Þórður Björn og Þorsteinn Tyrfingur í drengjaflokki. Allt eru þetta nemendur í 3. bekk sem hófu vikulegar skákæfingar í haust. Liðstjóri skáksveitanna var Björn Ívar skákkennari.