Skip to content

Skemmtileg reikistjörnuverkefni í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk eru að læra um reikistjörnurnar. Nemendur áttu að reyna að ferðast á mill reikistjarnanna með Sphero kúlum, sem eru vélmenni sem aka um inni kúluskel. Þeim er svo stýrt með appi í iPad. Með Sphero kúlunum eru vagnar sem hægt er að festa lego kubba á. Nemendur áttu að byggja geimfarartæki á vagnanna.

Skólinn á sex Sphero kúlur og sex vagna, sem keypt var fyrir styrk sem skólinn hlaut sl. vor frá    Forriturum framtíðarinnar.