Skip to content

Skemmtileg verkefni í 2. bekk

Síðustu vikur hafa umsjónarkennararnir í 2. bekk í samstarfi við Lindu brotið upp vinnuna í stærðfræði og náttúrufræði einu sinni í viku. Barnahópnum var skipt í fernt og hver hópur fór á nýtt námskeið vikulega. Markmiðin sem unnið var útfrá tengdust forritun, lausnaleit í stærðfræði þar sem reyndi á samvinnu, lestri fyrirmæla og gerð tilrauna í náttúrufræðistofu og ritun þar sem börnin gerðu stærðfræðisögur. Fyrirkomulagið reyndist afar vel og börnin áhugasöm. Ný námskeið hefjast í næstu viku og það verður spennandi að sjá þessa tilraun þróast áfram.