Skólabyrjun 2022 – til foreldra
Heil og sæl
Nú hafa starfsmenn Hlíðaskóla nýtt daginn til skipulagningar á kennslu ásamt fleiru. Kennslustundir verða almennt með óbreyttu sniði, íþróttir og sundkennsla hefst nú aftur. Lögð verður áhersla á að halda úti kennslu fyrir nemendur í 1.- 4.bekk. Ef mikið verður um forföll gæti þurft að skerða kennslu á mið- og unglingastigi. Kennarar unglingadeildar eru að skoða ýmsa möguleika, svo sem fjarkennslu, ef til skerðingar kemur.
Okkur þætti vænt um að þið létuð umsjónarkennara vita ef barnið ykkar þarf að vera í smitgát, sóttkví eða ef það veikist af Covid. Það er skráð innan skólans því börn sem hafa smitast þurfa ekki í sóttkví sex mánuði eftir veikindi.
Ykkur til upplýsinga þá verða gerðar eftirfarandi breytingar í skólanum næstu vikur:
- Nemendur borða á þremur stöðum í skólanum
- 1., 3., 6., 7. og 9.bekkur í matsal á ólíkum tímum
- 2., 4, 8. og 10.bekkur í hátíðarsal á ólíkum tímum
- 5.bekkur í heimastofum
- Listasmiðjuhópar verða bekkjarmiðaðir. Nánari skipulagning er nú í höndum listamiðjukennara sem munu upplýsa umsjónarkennara á morgun (þriðjudag) um hvernig skipulagið verður.
- Valtímar í unglingadeild byrja í næstu viku. Nemendur unglingadeildar koma því aðeins fyrr heim þessa viku.
Að lokum biðjum við foreldra um að koma ekki inn í skólann nema nauðsyn beri til og þá með grímu og vel baðaða í spritti.
Bestu kveðjur
Skólastjórnendur