Skip to content

Skólahald fellur niður vegna Covid

Komið þið sæl 

Í síðustu viku hafa komið upp fjölmörg Covid smit í Hlíðaskóla.
Því hefur verið tekin sú ákvörðun í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld að fella niður kennslu í 1.-10.bekk á morgun mánudag 6.desember og þriðjudaginn 7.desember. 
Allir nemendur þurfa að fara í Covid próf áður en þeir mæta aftur í skólann. Gott er að fara í skimun  seinnipart á þriðjudag þannig að svar hafi borist á miðvikudagsmorgun.
Því biðjum við foreldra að fara með þau börn sem hafa verið í sóttkví í PCR próf en allir aðrir nemendur fari í hraðpróf. 
Með þessu vonumst við til að ná að hefta útbreiðsluna. 

Skólastjórnendur Hlíðaskóla