Skip to content

Skólahald hafið að nýju

Skólastarf hófst í morgun miðvikudag 8. desember samkvæmt stundaskrá en fram að jólafríi flytjum við sérgreinar í heimastofur nemenda.  Breyting verður því á sund- og íþróttatímum og ekki þörf á senda börnin með sundfatnað og íþróttafatnað. Valtímar í unglingadeild verða með óbreyttu sniði. Íþróttatímar unglinga sem hingað til hafa farið í Valsheimilinu verða á skólalóð og/eða heimsstofum nemenda fram að jólafríi.

Við þökkum fyrir samstöðuna og stuðninginn sem starfsmenn skólans hafa fundið að undanförnu frá foreldrum.

Nú sem endranær er mikilvægt við stöndum saman og náum að halda gleðilega hátíð nú í desember.

 

Hlýjar kveðjur

Berglind Stefánsdóttir