Skip to content

Skólaleikar Vals

Eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, voru Skólaleikar Vals loksins haldnir á ný. Hlíðaskóli, Austurbæjarskóli og Háteigsskóli mættust á Hlíðarenda í ýmsum keppnisgreinum; dodgeball, körfubolta, boccia, boðhlaupi og reiptogi. Hlíðaskóli fór með sigur af hólmi, bæði í keppnisgreinunum sjálfum og fyrir einstaka frammistöðu við hvatningarhróp úr stúkunni. Það voru því glaðir nemendur sem sneru aftur í Hlíðaskóla með tvo bikara eftir hressilega Skólaleika.