Skip to content

Skólaráð
Við grunnskóla skal samkvæmt grunnskólalögum starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð Hlíðaskóla hefur verið skipað og starfar í samræmi við lög um grunnskóla. Fulltrúar nemenda eiga kost á að taka þátt í umræðum skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál. Fulltrúar í skólaráði eru kjörnir á lýðræðislegan hátt.

Verkefnaskrá
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, skóladagatal, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Skólaráð fær til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Reglugerð um skólaráð

Handbók um skólaráð

------------------------------------

Í skólaráði sitja:
Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri
berglind.stefansdottir@rvkskolar.is

Lena Viderö, fulltrúi foreldra
lena.videro@gmail.com

Þórey Björk Sigurðardóttir, fulltrúi foreldrafélagsins
thorsig77@gmail.com

Elsa Ísberg, fulltrúi kennara
elsa.isberg@rvkskolar.is

Laufey Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara
laufey.johannsdottir@rvkskolar.is

Daniela Guiomar Da Cruz Gramata, fulltrúi starfsmanna
daniela.guiomar.da.cruz.gramata@rvkskolar.is

Ragnheiður Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
ragnheidur.sigmarsdottir@rvkskolar.is

Þórdís Kristjánsdóttir fulltrúi nemenda

Höskuldur Tinni Einarsson fulltrúi nemenda

Birkir Sævarsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
birkirm@hotmail.com