Skip to content

Skólasetning í Hlíðaskóla haust 2021

Skólasetning í Hlíðaskóla verður 23.ágúst

 Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir:

 1. bekkur . . . . kl. 8:30
  9. bekkur . . . . . kl. 9:30
  8. bekkur . . . . . kl. 8:30
  7. bekkur . . . . . kl. 9:30
  6. bekkur . . . . . kl. 10:30
  5. bekkur . . . . . kl. 10:30
  4. bekkur . . . . . kl. 11:30
  3. bekkur . . . . . kl. 11:30
  2. bekkur . . . . . kl. 13:00

Athugið að vegna bólusetningar barna, sjá hér, eru tímasetningar með áðurnefndum hætti.

Nemendur mæta í stofur, hitta kennara sína og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.

 

Skólabyrjun í 1.bekk

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir til viðtals með foreldrum sínum. Óskað er eftir að hverju barni fylgi að hámarki tveir fullorðnir. Kennsla í 1.bekk hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Í upphafi skólaárs fá nemendur gefins þær bækur og ritföng sem þeir þurfa að nota yfir veturinn. Gert er ráð fyrir að allir fari vel með sitt.

Við hlökkum til að taka á móti börnunum og hefja nýtt skólaár í Hlíðaskóla.