Skólaþing
Í morgun fór fram skólaþing á sal skólans. Átta nemendur úr hverjum árgangi frá 6. -10. bekk sátu þingið. Umræðupunktarnir voru tengdir samfélagsmiðlum og hvernig samskiptum ungmenna er háttað á þeim. Þingið tókst mjög vel og unnu nemendur vel. Niðurstöður verða svo kynntar öðrum nemendum á næstunni.