Slökkviliðið í heimsókn hjá 3. bekk
Í gær fékk 3. bekkur frábæra heimsókn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Börnin fræddust m.a. um eldvarnir heimilisins, rétt viðbrögð þegar eldur kviknar og störf slökkviliðsmanna. Börnin fengu einnig að skoða slökkvi- og sjúkrabíl sem var ótrúlega spennandi.