Skip to content

Söngleik aflýst

Í ljósi aðstæðna hefur verið fallið frá því að setja upp söngleik sem vera átti  í unglingadeild Hlíðaskóla nú í ár. Söngleikur hefur verið fastur liður í skólastarfi unglinganna á þriggja ára fresti frá árinu 1994 og alltaf verið mikil eftirvænting meðal nemenda þegar söngleikjaárið gengur í garð. Því þykir okkur miður að þetta sé niðurstaðan vegna Covid19.
Þeir nemendur sem kusu sér söngleik í vali verða í öðrum valgreinum fram á vor og munu þær koma fram á nýrri stundaskrá á Mentor í lok næstu viku.