Skip to content

Stafræn Gróska

Í menntastefna Reykjavíkur er lögð áhersla á að taka framtíðinni opnum örmum og nýta stafræna tækni til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar.
1:1 er innleiðing á stafrænni, framsækinni og skapandi tækni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.  Það felur í sér að allir nemendur í 5. – 10. bekk Hlíðaskóla fá úthlutað tæki, Chromebook, að láni frá Reykjavíkurborg.
Þetta verkefni tengist Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar og er sett af stað til að hraða innleiðingu á upplýsingatækni í grunnskólum borgarinnar.

Allir nemendur fá kynningu um tölvuna áður en hún er afhent.
Kynning til nemenda.
Nemendur í 8. – 10. bekk fá að taka Chromebook tölvuna með heim. Til að nemandi geti tekið tölvuna eð heim þurfa foreldrar að samþykkja skilmála Reykjavíkurborgar. Hægt er að samþykkja rafrænt með því að ýta hér.

Nemendur skila tölvunni til skólans um vorið og fá þau svo aftur afhent í skólabyrjun um haustið. Passa þarf upp á að fylgihlutir,  hleðslutæki og penni, fylgi tölvunni.

Inn á heimsíðu Stafrænnar Grósku, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, má finna gagnlegar upplýsingar sem geta nýst bæði foreldrum og nemendum.

Slóðin er gskolar.is