Skip to content

Stelpur og tækni

Stelpur og tækni dagurinn  (Girls in ICT Day) var haldinn í sjötta sinn á Íslandi þann 22. maí s.l.
Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Á Stelpur og tækni deginum fengu stelpur í 9. bekkjum nokkurra grunnskóla að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum á vinnustofum í HR og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins, þar sem þær takast á við raunveruleg verkefni og hitta kvenfyrirmyndir í faginu. Stelpurnar í Hlíðaskóla unnu skemmtileg verkefni í Origo.