Skip to content

Stoðþjónusta

Hlíðaskóli er skóli án aðgreiningar með þjónustu fyrir alla nemendur sína. Jafnrétti til náms eru almenn mannréttindi og það er hlutverk skólans að stuðla að alhliða þroska og menntun allra nemenda. Stoðkennsla Hlíðaskóla byggir á grunnskólalögum, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar. Stoðkennsla er ein þeirra leiða sem skólinn býður upp á til að koma til móts við mismunandi þroska og getu hvers og eins nemanda. Stoðkennsluþörf getur kallað á umtalsverða breytingu á innihaldi náms, kennsluaðferðum og/eða kennsluaðstæðum.
Meginmarkmið Aðalnámskrár eiga jafnt við um stoðkennslu og almenna kennslu. Í stoðkennslu getur verið nauðsynlegt að víkja frá einstökum markmiðum, breyta viðfangsefnum og/eða setja ný markmið. Stoðkennslan getur verið skipulögð tímabundið eða yfir lengri tíma. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun og eru reglulega lögð fyrir skimunarpróf í þeim tilgangi að finna nemendur sem eiga við námserfiðleika að etja. Deildarstjóri stoðkennslu hefur umsjón með skipulagi kennslunnar.

Skipulag stoðkennslu
Megináhersla er lögð á að hver nemandi geti nýtt hæfileika sína til náms. Stoðkennsla er ein leið sem skólinn hefur til að styðja við nemendur í námi og skólastarfi. Stoðkennsla getur verið einstaklingskennsla eða hópkennsla. Hún getur farið fram í bekkjarstofu nemenda eða í námsveri.