Stóra upplestarkeppnin
Fimmtudaginn 17 mars var haldin lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Háteigskirkju. Átta skólar úr Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum tóku þátt í keppninni. Þátttakendur fluttu valda kafla úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttir og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttir ásamt völdu ljóði eftir Vilborgu Dagbjartsdóttir. Að lokum fluttu keppendur ljóð að eigin vali. Fulltrúar Hlíðaskóla voru þær Særún Erla Jónsdóttir og Guðlaug Alexandra Snorradóttir sem eru í 7.bekk og stóðu þær sig með miklum sóma.