Skip to content

Eineltisáætlun

Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið í skólanum. Leitað er allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hlíðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Í Hlíðaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.

Hvað er einelti?

 • Neikvætt og illgirnislegt atferli endurtekning í nokkurn tíma
 • Ójafnvægi í aðstæðum
 • Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í andlegt og líkamlegt og rafrænt

Er barnið þitt lagt í einelti? Hugsanlegar vísbendingar.

Þolandi:

 • Er hræddur við að ganga einn í skólann eða heim.
 • Fer aðra leið í skólann en hann er vanur.
 • Vill ekki fara í skólann.
 • Kvartar undan vanlíðan á morgnana, t.d. höfuðverk og magaverk.
 • Byrjar að skrópa í skólanum.
 • Hættir að sinna náminu, einkunnir lækka.
 • Fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur.
 • Er sífellt að “týna” eigum sínum.
 • Missir sjálfstraust.
 • Neitar að segja frá hvað amar að.
 • Kemur heim með marbletti eða skrámur sem hann getur ekki útskýrt.
 • Verður árásargjarn og erfiður viðureignar.
 • Tekur ekki með sér skólafélaga heim og er sjaldan með skólafélögum að loknum skóla.

Hvað geta foreldrar gert?

 • Ræða við og hlusta á barnið segja frá skóladeginum.
 • Fylgast með líðan og taka eftir hvort barnið forðast ákveðnar aðstæður.
 • Fá fund með umsjónarkennara og vera í góðu sambandi við skólann.
 • Leita til námsráðgjafa, stjórnenda skólans og þjónustumiðstöðvar í hverfinu.
 • Sýna umhyggju og láta barnið finna að það eigi ekki sök á eineltinu.

Er barnið þitt gerandi?

Gerandi:

 • Viðhorf til ofbeldis er jákvæðara en almennt gerist.
 • Hefur þörf fyrir að ráðskast með aðra, upphefja sig og ná sínu fram með valdi og jafnvel hótunum.
 • Er ógnandi í samskiptum.
 • Skapbráður, óþolinmóður og fljótfær.
 • Á erfitt með að fara eftir reglum.
 • Á erfitt með að setja sig í spor annarra og sýna samúð.
 • Sýnir fullorðnum ágenga hegðun. Er fær um að kjafta sig út úr erfiðum aðstæðum.

Hvernig geta foreldrar geranda brugðist við?

 • Gefa barninu skýr skilaboð um að einelti sé alvarlegt mál og verði ekki liðið.
 • Fylgjast vel með barninu og kynnast vinum þess.
 • Fá fund með umsjónarkennara.
 • Leita til námsráðgjafa og stjórnenda skólans.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Bekkjarreglur gegn einelti:

 • Við leggjum ekki í einelti.
 • Við reynum að aðstoða þá sem verða fyrir einelti.
 • Við eigum líka að vera með nemendum sem oft eru einir.
 • Ef við vitum að einhver er lagður í einelti þá eigum við að segja umsjónarkennaranum eða öðrum í skólanum frá því og láta líka fólkið heima vita.

Bekkjarfundir
Meginmarkmið bekkjarfunda er að skapa góðan bekkjaranda þar sem virðing og vinsemd ríkir. Bekkjarfundir efla nemendalýðræði og þjálfa nemendur í að koma hugsunum sínum og skoðunum í orð. Umsjónarkennari stýrir bekkjarfundum og fær þar tækifæri til að kynnast nemendum sínum á annan h

Gott samstarf heimila og skóla
Mikilvægt er að gott og traust samstarf ríki milli heimila og skóla og er þar umsjónarkennari í lykilhlutverki

Frímínútur
Starfsmenn sem eru á vakt í frímínútum fylgist vel með og hafi afskipti af óæskilegum samskiptum og láti umsjónarkennara vita. Meginreglan er að grípa frekar oftar inn í en sjaldan. Gott er að hvetja nemendur til þátttöku í leikjum.

Vinatengsl
Bekkjarfulltrúar skipuleggja vinahópa.

Vinabekkir
Umsjónarkennarar tengja eldri og yngri bekki saman. Með það að markmiði að nemendur kynnist og geti unnið saman.

Skólavinir
Skólavinir eru eldri nemendur sem vinna með yngstu nemendum skólans í frímínútum. Hlutverk skólavina er að stuðla að jákvæðum samskiptum á skólalóðinni.

Dagur gegn einelti
Hlíðaskóli tekur þátt í verkefninu Dagur gegn einelti sem haldinn er árlega í borginni. Dagurinn er hugsaður til þess að minna á að allir dagar eigi að vera án eineltis. Markmiðið með deginum er að vekja fólk til vitundar um alvarlegar afleiðingar eineltis

Fræðsla
Umsjónarkennari ræði einelti og alvarleika þess á bekkjarfundi einu sinni á önn. Nýta einnig möguleikann að fá utanaðkomandi fræðslu. Vinnuferli er upp kemur grunur um einelti. Eineltismál sem upp koma geta verið ólík og því verður að miða viðbrögð við hvert einstakt tilfelli. Eineltismál eru unnin eftir ákveðnu ferli og skiptast þau í könnunarferli og framkvæmdarferli. Ef upp kemur grunur um einelti skal viðkomandi hafa tafarlaust samband við umsjónarkennara. Umsjónarkennari ber ábyrgð á að könnunarferli fari í gang.

Könnunarferli: (u.þ.b. vika)
Umsjónarkennari hefur samband við foreldra/forráðamenn þolenda og biður þá um að fylgjast með líðan barnsins Umsjónarkennari leitar eftir upplýsingum frá öðrum starfsmönnum sem koma að barninu og biður um að sérstaklega sé fylgst með því Umsjónarkennari heldur fund með starfsmönnum sem annast viðkomandi nemanda. Þeir fylgjast með þolanda og geranda í ákveðin tíma og halda skrá yfir það sem þeir verða varir við

Framkvæmdaferli :
Umsjónarkennari leggur fyrir tengsla- eða líðan/könnun í bekknum Umsjónarkennari ásamt eineltisteymi skólans leggja mat á upplýsingarnar. Sé niðurstaða teymisins sú að um einelti sé að ræða fer framkvæmdaferlið í gang. Eineltisteymi vinnur að upprætingu eineltisins, mikilvægt er að skrá ferlið allt.

Foreldrum þolenda gert grein fyrir niðurstöðu könnunarferlis og samráð haft um næstu skref.

Foreldrar gerenda kallaðir til fundar og þeir upplýstir um málið, og hvað skólinn mun gera og hvað foreldrar geta sjálfir gert.

Mikilvægt að leita eftir góðri samvinnu við foreldra bæði þolanda og geranda til að stöðva eineltið

Umsjónarkennari ræðir einslega við þolanda og geranda sitt í hvoru lagi. Þessi viðtöl eru endurtekin innan viku til að kanna hvort eineltið hafi stoppað. Mikilvægt er að málinu sé fylgt eftir í dágóðan tíma, og hlúð að þolanda Í öllum tilvikum er gerendum gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum tryggja að eineltinu ljúki

Eineltisteymi

Eineltisteymi Hlíðaskóla hittist mánaðarlega og mun oftar ef upp koma eineltismál

Teymið skipa:

 • Umsjónarkennari sem málið varðar
 • Aðstoðarskólastjóri
 • Námsráðgjafi
 • Kennari af hverju stigi
 • Kennari úr verk- og listgreinum
 • Deildarstjóri á táknmálssviði tekur sæti í teyminu ef upp koma má sem snerta nemendur á Táknmálssviði

Nemendaverndarráð er bakland eineltisteymisins.

Takist ekki að vinna málið á ásættanlegan hátt í eineltisteymi er málinu vísað til nemendaverndarráðs. Nemendaverndarráð fer vel yfir málið og kannar hvort fullreynt sé að leysa það innan skólans. Nemendaverndarráð tekur ákvörðun um hvort málinu verði vísað á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Ef ekki tekst að leysa eineltismál innan skólans á viðunandi hátt geta foreldrar eða skólar óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta-og menningarmálaráðuneytis.

Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið í skólanum. Leitað er allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hlíðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Í Hlíðaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.