Skip to content

Systur tilnefndar til íslenskuverðlauna unga fólksins

Systurnar Gabriela Björk Piech og Milena Lilja Piech voru tilnefndar af Hlíðaskóla til Íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík þetta skólaárið. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 21. febrúar 2022, á Alþjóðadegi móðurmálsins.

Þær Gabriela Björk og Milena Lilja eru nemendur af pólsku ætterni. Þær eru fæddar á Íslandi en foreldrarnir eru báðir pólskir og fjölskyldan talar pólsku á heimilinu. Systurnar hafa báðar mjög gott vald á íslensku, jafnt í lesskilningi, málfræði og öðrum þáttum. Þær eru jafnframt duglegir og ábyrgir námsmenn sem leggja sig fram við öll sín störf.

Við í Hlíðaskóla erum mjög stoltar af þessum frambærilegu stúlkum og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Hér er síðan tengill á viðtalið við þær systur:

https://www.visir.is/k/62a300aa-e7da-4b39-9808-f80246265842-1645471024667?fbclid=IwAR0IpKQy0bVB8v8AvU6nGm2gZGE72aNJXExjk5kf5m9v-Xh5LlwGGniGExM