Þemadagar
Í dag lýkur þemadögum þar sem yfirskriftin var „Verndum bláa hnöttinn okkar“ Nemendur á öllum skólastigum unnu að ýmsum verkefnum tengd umhverfisvernd. Í morgun buðu nemendur í opið hús og var virkilega gaman hvað margir létu sjá sig og skoðuðu afrakstur þemadaga.