Skip to content

Þorgrímur Þráinsson heimsótti 10. bekk

Yfirskrift fyrirlestursins er „Verum ástfangin af lífinu“ og fjallar hann um mikilvægi þess að
unglingar axli ábyrgð á eigin velferð. „Boðskapurinn er sá að krakkarnir láti drauma sína
rætast og séu óhræddir við að fara út fyrir þægindahringinn. Ég hamra á mikilvægi þess
að lífið er núna en ekki í gær eða á morgun,“ segir Þorgrímur sem tekur gjarnan dæmi um
afreksfólk á borð við Vilborgu Örnu Gissurardóttur pólfara og Ólaf Stefánsson handboltamann. Hann kennir nemendunum markmiðasetningu og skilur eftir fjórblöðung sem hver
og einn á að fylla út. Þorgrímur fer líka gegnum það sem hann kallar „hjól lífsins“ og snýr
að vináttu, hrósi og fleiru, auk þess að sýna nemendunum myndbönd.
„Í grunninn er þetta lífsleikni og ég held ég sé að mestu leyti að tala um sömu hluti og
kennarar gera á hverjum degi en þar sem ég er gestur og krakkarnir þekkja mig sem rithöfund leggja þau einstaklega vel við hlustir. Það er dauðaþögn allan tímann, sama
hvenær dagsins ég kem í skólana,“ segir Þorgrímur en fyrirlesturinn tekur 80 mínútur.
Verkefnið er skólakerfinu að kostnaðarlausu. Er sumsé hvorki á vegum sveitarfélaganna
né menntamálaráðuneytisins heldur standa tvö fyrirtæki, Hagkaup og Bónus, straum af
kostnaði við verkefnið. Líta á það sem part af framlagi sínu til samfélagsins.
Þorgrímur segir þessa vinnu gefa sér mikið. „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að sá
fræjum til unga fólksins sem vonandi blómstra fljótlega eða seinna. Unglingar á Íslandi eru
flottir og dásamlegir karakterar