Skip to content

Upplestarkeppnin í 7. bekk

Í gær, miðvikudag fór fram undankeppni hér í 7. bekk Hlíðaskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur n.k. fimmtudag 12. mars. Þeir nemendur sem valdir voru til að taka þátt í keppninni í Ráðhúsinu eru þeir Kolbeinn Jónsson og Þorsteinn Ari Þorsteinsson. Varamaður er Ingvar Wu Skarphéðinsson. Við óskum þeim til hamingju.