Skip to content

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarið verið að æfa vandaðan upplestur og framsögn og því ferli lauk með upplestrarkeppni á bókasafni skólans fimmtudaginn 10. mars þar sem 16 nemendur spreyttu sig og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Þær Guðlaug Alexandra Snorradóttir og Særún Erla Jónsdóttir báru sigur úr býtum og munu þær keppa fyrir hönd Hlíðaskóla í Stóru upplestrarkeppninni fimmtudaginn 17. mars í Háteigskirkju. Varamaður í þeirri keppni verður Krummi Henri Cappelle. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í aðalkeppninni á fimmtudaginn.