Skip to content

Upplestrarkeppnin í 7.bekk

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram á bókasafni Hlíðaskóla í dag. Ellefu nemendur úr 7. bekk tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Þeir tveir nemendur sem dómnefnd valdi til að keppa fyrir hönd skólans í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. mars eru þau Embla Heiðarsdóttir og Þórhallur Árni Höskuldson.  Við óskum við þeim til hamingju.