Skip to content

Upplestrarkeppni

Upplestrarkeppnin var haldin í morgun á bókasafni Hlíðaskóla.

Níu nemendur úr 7. bekk tóku þátt og hafa undirbúið sig vel undir leiðsögn Lindu Sifjar leiklistarkennara. Allir lesararnir stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin, sem skipuð var Hrafnhildi, Önnu Flosad. og Gunnari Hrafni, sammála um það.

En úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti Melkorka Björk Iversen 7. FBÓ
2. sæti Bryndís Roxana Solomon 7. VPS
3. sæti Úlfhildur Andradóttir 7. SRB