Skip to content

Útskrift 10. bekkinga

Fimmtudaginn 4. júní voru 40 nemendur í 10. bekk útskrifaðir frá Hlíðaskóla. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð að þessu sinni.  Flutt voru tónlistaratriði, fulltrúi foreldra  talaði til nemenda ásamt því að  Kristrún skólastjóri útskrifaði og  kvaddi nemendur.

Ákaflega hátíðleg og skemmtileg stund.

VIð þökkum nemendum í 10. bekk og foreldrum þeirra kærlega fyrir samveruna í gegnum árin.