Skip to content

Vellíðunarvika í Hlíðaskóla

Síðustu vikuna í október var fyrsta þemaverkefnið í lífsleikni í vetur. Verkefnið var unnið í tengslum við forvarnarmánuð grunnskólanna sem er október, með það að markmiði að efla og bæta samskipti og almenna vellíðan allra í skólanum.   Að allri átti sig á að vellíðan er grundvöllur þess að nám geti átt sér stað og að allir eigi að fá að njóta sín í skólanum.

Um var að ræða samtarfsverkefni á öllum skólastigum þar sem lögð var áhersla á kyrrðarstund eða núvitund á hverjum morgni, verkefnavinnu ýmiskonar tengdum sjálfsmyndinni, samskiptum og líðan almennt og lokaverkefnið var svo listaverk þar sem allir nemendur lögðu hönd á plóg.