Skip to content

Viðurkenning 4. bekkur

Íslandsdeild Ibbý veitir árlega viðurkenningu fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Verkefni í 4. bekk Hlíðaskóla, Þín eigin skólasaga, hlaut viðurkenninguna í ár og var hún veitt í Gunnarshúsi s.l. sunnudag.  Gunnarshús var of lítið til þess að allur árgangurinn geti mætt á athöfnina, því voru  dregin nöfn 12 nemenda sem mættu  í Gunnarshús fyrir hönd árgangsins. Í gær, mánudag  afhenti þessi hópur svo  skólanum og bekkjarfélögum sínum viðurkenninguna við athöfn á bókasafni skólans. Við óskum nemendum og kennurum í 4. bekk innilega til hamingju með viðurkenninguna.