Vinaliðar
Haustið 2015 hóf Hlíðaskóli þátttöku í Vinaliðaverkefninu. Upphaflega er verkefni norskt en Árskóli í Skagafirði er móðurskóli fyrir verkefnið á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu og almennri hreyfingu í frímínútum og skapa um leið betri skólaanda.
Nemendur í 3. til 7. bekk velja einstaklinga úr sínum bekk til þess að vera Vinaliðar. Hlutverk Vinaliða er að hafa umsjón með leikjum og afþreyingu í löngu frímínútum. Vinaliðar úr öllum bekkjum hittast á tveggja vikna fresti ásamt verkefnastjórum og setja saman leikjadagskrá til tveggja vikna. Hver Vinaliði er á ,,vakt” tvisvar sinnum í viku. Vinaliðar sjá um að setja upp leikjastöð og koma leikjum af stað í löngu frímínútum.
Sjá nánar á heimasíðu Vinaliða